Færsluflokkur: Bloggar
19.2.2008 | 13:44
Ættarmót í Þykkvabæ 20-22. júní
Hið árlega ættarmót verður haldið í íþróttahúsinu í Þykkvabæ helgina 20 - 22. júní nk. Aðstaðan þar er öll til fyrirmyndar, snyrtilegt hús, góð tjaldstæði með rafmagni, gott leiksvæði með skemmtilegum leiktækjum og svo er örstutt í fjöruna. Sjá nánar: http://www.rangarthingytra.is/sidur/tjaldst.htm
Við fáum húsið á föstudegi og höfum það alla helgina.
Sameiginlegt kaffihlaðborð verður á laugardeginum samkvæmt venju og grillað um kvöldið.
Kostnaður er eftirfarandi:
Leiga á húsi frá föstudegi til sunnudags: kr. 32.000.- sem deilist niður á heildarfjölda gesta.
Eldhúsgjald: kr. 100.- á mann 12 ára og eldri.
Tjaldsvæði: kr. 500.- á mann 16 ára og eldri.
Sameiginleg innkaup: kr. 50.- á mann 12 ára og eldri.
Hægt er að gista inni í herbergjum í eigin svefnpoka fyrir kr. 1.100.- nóttin.
(Dæmi: Hjón með tvö börn undir 12 ára aldri í 2 nætur greiða kr. 2.300.- og svo fastagjaldið sem deilist niður á alla)
Keypt verða sameiginleg grillkol, grillolía, kaffi, pappadiskar og fleira.
Þess ber að geta að Veðurstofan lofar óvenju góðu veðri þessa helgina í Þykkvabæ og nágrenni og því er ekkert að vanbúnaði að skella sér á ættarmót.
Ákveðið var á síðasta ættarmóti að systkinabörnin skiptist á að undirbúa mótið og farið verði eftir aldursröð systkinanna. Að þessu sinni sjá börn Sveins um mótið og því munu börn Guðrúnar sjá um næsta mót 2009.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)