19.2.2008 | 13:44
Ættarmót í Þykkvabæ 20-22. júní
Hið árlega ættarmót verður haldið í íþróttahúsinu í Þykkvabæ helgina 20 - 22. júní nk. Aðstaðan þar er öll til fyrirmyndar, snyrtilegt hús, góð tjaldstæði með rafmagni, gott leiksvæði með skemmtilegum leiktækjum og svo er örstutt í fjöruna. Sjá nánar: http://www.rangarthingytra.is/sidur/tjaldst.htm
Við fáum húsið á föstudegi og höfum það alla helgina.
Sameiginlegt kaffihlaðborð verður á laugardeginum samkvæmt venju og grillað um kvöldið.
Kostnaður er eftirfarandi:
Leiga á húsi frá föstudegi til sunnudags: kr. 32.000.- sem deilist niður á heildarfjölda gesta.
Eldhúsgjald: kr. 100.- á mann 12 ára og eldri.
Tjaldsvæði: kr. 500.- á mann 16 ára og eldri.
Sameiginleg innkaup: kr. 50.- á mann 12 ára og eldri.
Hægt er að gista inni í herbergjum í eigin svefnpoka fyrir kr. 1.100.- nóttin.
(Dæmi: Hjón með tvö börn undir 12 ára aldri í 2 nætur greiða kr. 2.300.- og svo fastagjaldið sem deilist niður á alla)
Keypt verða sameiginleg grillkol, grillolía, kaffi, pappadiskar og fleira.
Þess ber að geta að Veðurstofan lofar óvenju góðu veðri þessa helgina í Þykkvabæ og nágrenni og því er ekkert að vanbúnaði að skella sér á ættarmót.
Ákveðið var á síðasta ættarmóti að systkinabörnin skiptist á að undirbúa mótið og farið verði eftir aldursröð systkinanna. Að þessu sinni sjá börn Sveins um mótið og því munu börn Guðrúnar sjá um næsta mót 2009.
Athugasemdir
Flott blogg hjá ykkur. Skemmtilegt staðartilbreyting og þar sem veðurspáin lofar óvenju góðu... :) Þá er bara eftir að skella sér.
corinna (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:22
jam það er bara ekkert annap.flott og svo má ekki gleyma að allir að mæta,ekkert er mikilvægar en fjölskyldan og ættingjar
: )
valgerður jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.