Nýjar myndir - athugasemd

Ég setti inn nýjar myndir sem Vignir sendi mér frá ættarmótinu okkar í júní sl. Hann gaf öllum myndunum nafn og vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri vegna myndar sem nefnd er "Höfuðbólið og hjáleigan" og sýnir tvo húsbíla, annars vegar bíl Jóns og Ernu og hins vegar bíl Steina og Sigurbjargar.

Vignir skrifaði: Það er ekki verið að gera lítið úr Fordinum hans Steina og Sigurbjargar,heldur er ástæðan þessi : Þann 25.Júlí 1980 Kl.8 að morni lögðum við Fjóla af stað til móts við Óla og Guðrúnu sem gistu við Grjótá á Kjalvegji ásamt föðurbróður Óla,Ólafi Jónssyni úr Vestmannaeyjum.Förinni var heitið í Vatnsdalinn.Gott veður hafði verið í nokkurn tíma en nú  voru blikur á loftií og farið að rigna og hvessa er við hittumst um 10 leitið.Óli og Guðrún voru á Ford Bronko og fellihýsi aftan í sem þau sváfu í en Ólafur Jónson svaf í sínu litla tjaldi.Við Fjóla vorum á Volkswagen rúbrauði innréttuðum sem húsbíll.Ólafur Jónsson var afbragðs ferðafélagi og gamansamur.Er við mættum á svæðið var hann að troða ,,hjáleigunni"ofaní poka,en hann kallaði fellihýsi frænda sýns höfuðbólið og tjaldið sitt hjáleiguna,þanig er nafnið til komið.En við héldum ferðini áfram í aftaka roki rigningu í Hvítárnes.á Hveravelli og síðla dags áð við Sandá í batnandi veðri og þar gist.

kv. Guðrún Lára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælinú. Virkilega gaman að sjá þessar myndir og öll andlit heita eitthvað.

Frábærlega gert Vignir og Guðrún Lára.

Kv.Alfreð

Alfreð Árnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband