4.10.2008 | 20:16
Nýjar myndir - athugasemd
Ég setti inn nýjar myndir sem Vignir sendi mér frá ættarmótinu okkar í júní sl. Hann gaf öllum myndunum nafn og vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri vegna myndar sem nefnd er "Höfuðbólið og hjáleigan" og sýnir tvo húsbíla, annars vegar bíl Jóns og Ernu og hins vegar bíl Steina og Sigurbjargar.
Vignir skrifaði: Það er ekki verið að gera lítið úr Fordinum hans Steina og Sigurbjargar,heldur er ástæðan þessi : Þann 25.Júlí 1980 Kl.8 að morni lögðum við Fjóla af stað til móts við Óla og Guðrúnu sem gistu við Grjótá á Kjalvegji ásamt föðurbróður Óla,Ólafi Jónssyni úr Vestmannaeyjum.Förinni var heitið í Vatnsdalinn.Gott veður hafði verið í nokkurn tíma en nú voru blikur á loftií og farið að rigna og hvessa er við hittumst um 10 leitið.Óli og Guðrún voru á Ford Bronko og fellihýsi aftan í sem þau sváfu í en Ólafur Jónson svaf í sínu litla tjaldi.Við Fjóla vorum á Volkswagen rúbrauði innréttuðum sem húsbíll.Ólafur Jónsson var afbragðs ferðafélagi og gamansamur.Er við mættum á svæðið var hann að troða ,,hjáleigunni"ofaní poka,en hann kallaði fellihýsi frænda sýns höfuðbólið og tjaldið sitt hjáleiguna,þanig er nafnið til komið.En við héldum ferðini áfram í aftaka roki rigningu í Hvítárnes.á Hveravelli og síðla dags áð við Sandá í batnandi veðri og þar gist.
kv. Guðrún Lára
Athugasemdir
Sælinú. Virkilega gaman að sjá þessar myndir og öll andlit heita eitthvað.
Frábærlega gert Vignir og Guðrún Lára.
Kv.Alfreð
Alfreð Árnason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.