Stórhólsbragur

Landið var flatt og fjallið bratt,
svo frægð þess hratt upp spratt.

Fólk tók að langa hólinn að ganga,
huga tók fanga ferðin stranga.

Þá fyrst var farið fólk varð marið,

fremur skarið og veðurbarið.
Af kröftum þrotin og niðurbrotin,
er við blöstu Kotin og kartöfluslotin.

Komst fólkið heim úr heljunum þeim,
með slitna reim af skónum tveim.
Ekkert slór og sigurinn stór,
oft sagt yfir bjór að þangað ég fór.

höf: Stórhólsfari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband